top of page

Sveitunginn
Vantar þig aðstoð í sveitinni?
Er kominn tími fyrir þig að komast í áhyggjulaust frí?
Þarftu aðstoð í tímabundið verkefni eða reglulegan stuðning?
Hefur þér fundist erfitt að finna einhvern sem þú getur treyst fyrir þér og þínu?
Af hverju er ég með þessa síðu?
Það er vandasamt að koma á framfæri fullnægjandi upplýsingum í gegnum auglýsingu í blaði og þess vegna brá ég á það ráð að setja upp þessa síðu til að kynna mig betur. Ef þig vantar aðstoð í sveitina þá er ég maður sem sakna búskaparins og tengslunum við náttúruna. Ég veit að margir bændur eru undir miklu álagi og erfitt að finna gott og ábyrgt fólk sem kann til verka og getur komið í verkefni með litlum fyrirvara, án frekari skulbindinga. Það get ég gert.
Helstu styrkleikar og kostir
Ég hef fjölbreytta reynslu að baki og menntun af ýmsu tagi. Ég hef góða reynslu af störfum við búskap og get gengið í öll verk. Ég er með meirapróf og vinnuvélaréttindi, hef talsverða reynslu af smíðum og viðhaldi húsa og er lærður rafvirki.
Það skiptir minna máli í þessu samhengi en rétt að nefna að ég líka með þrjár háskólagráður á sviði mannauðsmála og stjórnunar og bý yfir talsverðri reynslu af verkstjórn og ýmsu tengt mannauðs-, rekstrar og markaðsmálum, þar á meðal í tengslum við ferðaþjónustu.

Nánar um mig
Ég er fjölskyldumaður, á börn sem eru að mestu uppkomin, er búsettur á Suðurlandi en nýt þess að ferðast um landið. Ég er maður um fimmtugt og ef einhverjum þykir skrítið að maður á þeim aldri sé að leita að vinnu í sveit þá er ástæðan einfaldlega sú að eftir að hafa átt farsælan starfsferil sem rekstraraðili, stjórnandi og ráðgjafi þá langar mig að breyta til, henda skyrtunni og komast aftur „heim“ í sveitina. Ég er sjálfstæður, ábyrgðarfullur og úrræðagóður. Ég get komið og farið ef verkefni eru í nálægð við minn heimabæ en sjálfsagt líka verið á staðnum í nokkra daga í senn ef það hentar betur.
Ég er að leita að fjölbreyttu og skemmtilegu verkefni þar sem ég get orðið að liði og unnið sjálfstætt. Ég er opinn fyrir hugmyndum um umbun fyrir vinnuna og ekki síst möguleikanum á að vinna upp í lóð fyrir bústað eða einhverjar aðrar góðar hugmyndir sem henta báðum aðilum.

Ef þú vilt ræða málin betur þá máttu senda mér póst með grunnupplýsingum á
sveitunginn@gmail.com
og ég mun hafa samband um hæl.
ATH - Fullum trúnaði er heitið.
Ummæli
"Vinnuframlag sveitungsins var til fyrirmyndar. Hann gerði allt sem hann var beðin um og vann verkin fljót og vel. Okkur fannst gott að hann vann sjálfstætt og við ætlum að biðja hann aftur um aðstoð þegar við þurfum."
M.M.
"Við vorum efins um að hafa samband við sveitunginn og skildum ekki af hverju maður með þessa reynslu og menntun væri ekki að gera eitthvað annað en að falast eftir vinnu í sveit. Við ákváðum að heyra í honum og um leið og við hittum hann fundum við að hann er heiðarlegur í sinni ákvörðun um að vilja vinna í sveitinni. Það var einstaklega gott að fá hann til okkar, hann er vinnusamur og vandvirkur auk þess sem það er gott að hafa hann í kringum sig. Hann kann að vinna á tækjum og var fljótur að tileinka sér vinnubrögð sem við vorum að leitast eftir. Við mælum 100% með honum!"
A.R - Bændahjón í Rangárvallasýslu

bottom of page